Um mig

Hæ, ég er framenda forritari frá Reykjavík með rúmlega 6 ár af reynslu á því sviði og mikla ástríðu fyrir opnum hugbúnaði.

Þó að ég kalli sjálfan mig framenda forritara þá einbeiti ég mér eiginlega meira að hönnunar partinum af þeim verkefnum sem ég vinn við. Þannig að þó að ég geti byggt vefforrit auðveldlega þá finnst mér samt skemmtilegra að láta þau líta vel út. Fyrir það nota ég svokallað 'framework' sem gerir það hratt og skilvirkt að skrifa CSS stíla. Þetta para ég svo við smávegis eigin CSS kóða. Kunnáta mín á Tailwind kemur að mestu frá mörgum árum að berjast við að fá CSS kóðann minn til að virka og verða svo á endanum góður í CSS án nokkurra 'frameworks'.

Ég get notað eftirfarandi tækni / tungumál nærrum því reiprennandi án þess að lenda í vandamálum:

  • HTML & CSS
  • Tailwindcss
  • JavaScript (Fram- og bakenda)
  • Python
  • Bootstrap (þó ég hati það)
  • Express (vefþjónn)

Og þessa tækni / tungumál get ég notað án mikilla vandræða, en ég er auðvitað enn að læra þau:

  • React / Next.js
  • MySQL
  • MongoDB
  • Vue / Nuxt.js (þó mér líki ekki sérstaklega vel við það)